top of page

Vatnsskortur

Vatnsskortur er þegar að vatnsból þorna upp. 
Í Afríku er mikill vatnsskortur aðalega vegna lítillar úrkomu og mikillar uppgufunar vegna hita. En vatnsskortur er annrs staðar í heiminum líka eins og í Asíu sums staðar í Ameríku. 
Það eru um 7.6 billjónir manna í heiminum og 1.8 billjónir af þeim eru að kljást við vatnsskort. Það eru 1.8 billjónum of mikið.

Talið er að 70% allra sjúkdóma í Afríku er óhreinu vatni að kenna. 

Ef að við fáum ekki nægilegt magn af vatni er líklegt að líkaminn fari í ástand sem kallast ofþornun. 

Það sem að getur líka gerst er að maður getur fengið: 
Hægðatregðu, metlingartruflanir, öndunarfæravandamál, exem, blöðrubólga, ójafnvægi á sýrustigi líkamans, gigt og magabólgur. 

Margar milljónir manna hafa dáið úr hungri og vatnsskorti. 

Ef að það er ekkert vatn fyrir fólkið þá er heldur ekkert vatn fyrir dýrin. 

Í Afríku er það kvennmannsstarf að sækja vatnið fyrir fjölskylduna.
Strax við 7-8 ára aldur fara stelpur að sækja vatn. þær nota krukkur og bala til að ná í vatnið og þurfa að bera það langar leiðir. Þær þurfa að ganga marga kílómetra á dag til að ná í vatn og stundum oft á dag ef að fjölskyldan er stór. 

Fullorðin manneskja þarf að minnsta kosti einn og hálfan lítra af vatni á dag og það sama úr fæðunni. Í heitu loftslagi þarf meira.
 
Um 43 lönd eru að kljást við vatnsskort. 

Á árunum 2000 til 2015 fjölgaði borgarbúum í Afríku um 80%, úr 206 milljónum í 373 milljónir. Íbúar sem að gátu fengið kranavatn fjölgaði á sama tíma úr 80 milljónum í 124 milljónir. Þrátt fyrir þessa fjölgun varð hlutfallsleg fækkun borgarbúa sem hafði aðgang að kranavatni árið 2000 voru 40% með vatn en aðeins 33% árið 2015. 

Talið er að árið 2025 mun vatnsskortur hrjá um 2/3 hluta af Afríku.

bottom of page